Hvalfjarðargöng

Ýmsum rökum hefur verið beitt til að sannfæra íslendinga um að það sé nauðsynlegt að grafa ný Hvalfjarðargöng.  Hér fyrir neðan er grein sem ég skrifaði og líka evrópureglugerðin sem oft er vísað í en enginn hefur lesið.

eu reglugerð um jarðgöng EURL_200454EGvom762004en

Af hverju þurfum við ný Hvalfjarðargöng?

Útgjöld til vegamála eru takmörkuð, og því getur stórframkvæmd í vegamálum á einum stað haft áhrif á framkvæmdir annarsstaðar. 

Hér fyrir neðan er það sem er sagt annarsvegar, og það sem er rétt hinsvegar í þessu máli.  Ég bendi áhugasömum á að lesa evrópureglurnar.  Það er linkur á þær hér fyrir ofan. 

Umferðarþunginn.

Það sem er sagt:

„Umferðin er orðin svo mikil að göngin anna henni ekki.  Þau standast ekki evrópureglur, og það er oft biðröð þar.“ 

Það sem er rétt:

Núna fara 8000 bílar um göngin á hverjum degi þegar mest er.   Samkvæmt evrópustöðlum geta svokallaðir 2+1 vegir annað 20000 bílum á hverjum degi.  2+1 vegur er stundum 2 akreinar og stundum ein.  Þannig vegur er á Hellisheiði.  Fegurðin við slíkan veg er að dýrustu kaflarnir geta verið 1 akrein í hvora átt.  Þá venjulega með stálvír á milli akreina á þröngu köflunum.    Slíkur vegur er miklu ódýrari en 2+2 vegur (tvær akreinar í hvora átt).  Ef gerður væri slíkur vegur á kafanum milli Akraness og Reykjavíkur, væri augljóst að göngin yrðu einbreið áfram, en aðrir kaflar á leiðinni yrðu tvíbreiðir.  

Þessi umræða er gömul. Einu sinni voru rökin þau að það þyrfti að losna við biðraðirnar sem voru í göngunum. Biðraðirnar mynduðust vegna þess að það var verið að taka gjald við gangnamunnan, og það sköpuðust tafir vegna þess.

Biðraðirnar í göngunum hurfu auðvitað þegar gjaldskyldan féll niður á sínum tíma.

Öryggiskröfur.

Það sem er sagt:

„Öryggiskröfur Evrópusambandsins kalla á að göngin verði tvöfölduð.“

Það sem er rétt:

Reglur Evrópusambandsins kveða á um að þegar 2000 bílar fara í hvora átt (4000 á dag), þurfi flóttaleið úr göngunum vegna hættu á eldsvoða.  Flóttaleiðina má gera með manngengum göngum til hliðar við núverandi göng, eða undir veglínunni.  Breidd gangnanna gæti verið 10 sinnum minni en ný bílagöng, og þar af leiðandi allt að 10 sinnum ódýrari.  Það eru séríslenskar reglur, fengnar frá Noregi á sínum tíma, að það þurfi ekki flóttaleið fyrr en þegar 8000 bíla markinu er náð.  Svo ef þessi göng væru á meginlandi Evrópu, væru þau búin að vera ólögleg í mörg ár.  Ef menn vilja flýta sér að bæta úr öryggismálunum, gera þeir þjónustugöng.  Það er miklu fljótlegra að koma þeim upp en nýjum bílagöngum.

Staðan núna:

Nú eru ný Hvalfjarðargöng komin á áætlun. Í skýrslu starfshóps um málið er gert ráð fyrir veggjöldum í nýju göngin. Ég veit að íbúar á Akranesi (sem aðaðllega munu nota göngin) eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd.   Vegagerðarmaður sem ég talaði við, sá ekkert nema ný bílagöng.  Kom samt ekki með nein rök gegn þjónustugöngum. 

 

Niðurlag.

Það er mikilvægt að fjármunir hins opinbera séu notaðir af skynsemi:  Fyrir heildina, en ekki fyrir sérhagsmunahópa.  Því hvet ég þá sem lesa þessa grein, að spyrja sitt þingmannsefni hvaða skoðun hann/hún hafi á þessu máli. Kveðja, Reynir Eyvindsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *